Einar Örn Benediktsson 29.10.1962-

<h4>Starfsferill</h4> <p>Ég lauk stúdentsprófi frá MH og eftir það var ég póstbifreiðarstjóri þar til ég fór í nám í fjölmiðlafræði í London. Ég lauk því og útskrifaðist með BA gráðu árið 1986. Samhliða þessu hef ég verið í hljómsveitum eins og KUKL, Sykurmolunum og núna er ég í Ghostigital. Ég stofnaði fyrsta netkaffið, Síberíu, árið 1995. Áður hafði ég stofnað ásamt félögum mínum Smekkleysu SM en undanfari þess fyrirtækis má segja að hafi verið hljómplötuútgáfan Gramm. Ég er núna einn eigenda Grapewire ehf. og hef verið framkvæmdastjóri þess til dagsins í dag. Ég sit líka í stjórn Smekkleysu. Núna á ég ekki gullfisk, en hundurinn Nóbel er minn fylgifiskur á göngutúrum um strandlengju Reykjavíkurborgar.</p> <h4> Menntun </h4> <ul> <li>1986 BA-próf í fjölmiðlafræði, Honours in Media st., frá University of Westminster</li> <li>1982 Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð</li> <li>Hagaskóli</li> <li>Melaskóli</li> </ul> <p align="right">Af vef Reykjavíkurborgar 18. desember 2013.</p> <p>... Einar Örn Vesturbæingur Einar Örn Benediktsson er fæddur í Kaupmannahöfn en uppalinn vestur í bæ, sonur hjónanna Benedikts Arnar Árnasonar leikara og Völu Kristjánsson kennara. Hann á einn bróður yngri, Árna, sem hefur fengist við sitthvað í gegnum árin, búfræðimenntaður, starfaði meðal annars sem héraðsráðunautur, en er nú umboðsmaður hljómsveita.</p> <p>Fullorðnir Reykvíkingar þekkja flestir söguna af því er er Vala var valin til að leika í uppfærslu Þjóðleikhússins á My Fair Lady 1962, sem sló öll aðsóknarmet, en Benedikt var aðstoðarleikstjóri. Einar kallar sig leikarason, en hann nefnir þó að móðir sín hafi ekki verið menntuð leikkona þegar hún var valin í hlutverkið og er kennari í dag. Hún lék reyndar fleiri hlutverk en Elísu í My Fair Lady, í Fiðlaranum á þakinu og Ó, hve þetta er indælt stríð eins og Einar rifjar upp.</p> <p>Eitt sinn þegar Sykurmolarnir voru að byrja héldu þeir blaðamannafund á Duus og sendu þá út sérkennilega fréttatilkynningu sem undirrituð var af E. Adler Papafoti þó ekki færi milli mála að Einar Örn væri höfundur textans. Það er og þýskt og grískt blóð í móðurættinni, amma hans, Martha Papafoti, er grísk-þýsk. Hann hefur þó lítið af grískum ættmennum sínum að segja, en Vala móðir hans gróf upp ýmsan fróðleik um grískan ættboga og Einar Örn segir að hann eigi eflaust eftir að kynna sér það líka. "Hún gerði þetta eftir miðjan aldur, svo ætli það fari ekki að koma að því að ég taki við," segir hann, en hann hefur aldrei til Grikklands komið, Sykurmolarnir náðu ekki að spila þar, komust næst því með tónleikum í Júgóslavíu og á Ítalíu. ...</p> <p align="right">Úr viðtali Árna Matthíassonar við Einar Örn. Tímarit Morgunblaðsins 14. desember 2003.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Ghostigital
Sykurmolarnir Söngvari 1986-06-08 1992-12

Tengt efni á öðrum vefjum

Tónlistarmaður
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.03.2016