Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir (Adda Örnólfs) 04.05.1935-

Adda Örnólfsdóttir fæddist vestur á Suðureyri árið 1935. Hún kom í bæinn tæplega tvítug og skaust upp á stjörnuhimininn í söngvarakeppni á vegum KK sextettsins árið 1953. Á árunum sem í hönd fóru kom hún víða fram en lengst var hún söngkona Aage Lorange og hljóðfæraleikara hans sem voru með einskonar húshljómsveit í Tjarnarkaffi við Vonarstræti í Reykjavík. Þá söng Adda inn á hljómplötur og kom fram við mörg önnur tækifæri. Svo breyttist tónlistin, dægurmúsík vék fyrir rokki og róli og árið 1959 kaus dægurlagasöngkonan að draga sig í hlé og helga sig húsmóðurstörfum og barnauppeldi.

xxxxx

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.03.2014