Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir (Adda Örnólfs) 04.05.1935-02.09.2020

<p>Adda Örnólfsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð. Hún flutti tíu ára til Reykjavíkur og skaust upp á stjörnuhimininn 1953 ásamt Ellý Vilhjálms og fleiri söngvurum í söngvarakeppni á vegum KK sextettsins. Í kjölfarið kom hún víða fram en söng lengs með hljómsveit Aages Lorange sem var eins konar húshljómsveit í Tjarnarkaffi við Vonarstræti í Reykjavík. Á ferli Öddu komu út <span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.5);">á hljómplöt­um&nbsp;</span>nærri 20 lög með söng hennar. Adda hætti að mestu að syngja opinberlega 1959 en lögin hennar hafa komið út á safnplötum og eru enn reglulega spiluð í útvarpi.</p> <p align="right">Byggt á andlátsfregn á Vísi.is 8. september 2020</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.09.2020