Gunnar H. Jónsson (Gunnar Hjálmar Jónsson) 17.03.1929-13.08.2016
<p>Gunnar Hjálmar var einn af frumkvöðlum klassískrar gítartónlistar á Íslandi. Hann hóf gítarkennslu 1956 í skóla sem Félag íslenskra hljómlistarmanna rak part úr vetri í Breiðfirðingabúð. Næstu ár bauð hann einkakennslu en sinnti jafnframt ýmsum öðrum störfum samhliða. Gunnar kom að stofnun Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar 1964 þar sem nemendur hans voru í fyrstu fjölmennasti nemendahópurinn. Við Tónskólann byggði Gunnar upp öfluga gítardeild þar sem margir helstu gítarleikarar landsins lærðu – sjá hér neðar undir <i>Tengt efni á öðrum vefjum</i>.</p>
<p>Gunnar kenndi lengst af mjög mikið. Í september 1980, þá fimmtíu og eins árs, ákvað Gunnar að breyta til og flytjast til Akureyrar þar sem hann kenndi og bjó síðan.</p>
<p>Foreldrar Gunnars voru Jón Níelsson (11. maí 1896 - 19. október 1986) og Sigríður Akurrós Hjálmarsdóttir (30. desember 1898 - 10. október 1979). Samkvæmt Íslendingabók var Jón húsbóndi í Múlakoti, Reykhólasókn, Austur-Barðastrandasýslu 1930 og síðast búsettur í Hrófbergshreppi. Sigríður er sögð hafa verið húsfreyja í Múlakoti, Reykhólasókn, Austur-Barðastrandasýslu 1930, síðar húsfreyja á Brandsstöðum og síðast búsett í Reykjavík. Foreldrar Gunnars voru ekki gift en hann sagði föður sinn hafa farið af heimilinu í kreppunni þar sem búskapurinn hafi ekki framfleitt allri fjölskyldunni.</p>
<p>Þegar Gunnar fæðist búa foreldrar hans á Brandsstöðum en flytja á Miðjanes þegar Gunnar er á öðru ári. Síðan flytur fjölskyldan að Múla í Þorskafirði (líka nefnt Múlakot), þá á Hallsteinsnes, yst á nesinu milli Djúpafjarðar og Þorskafjarðar. Þegar Gunnar er 6-7 ára flytja foreldrar hans að Hjöllum, innarlega í Þorskafirði vestanverðum. Þórey Jónína Stefánsdóttir (25. nóvember 1916 - 3. desember 1996) hálfsystir Gunnars giftist Þórði Andréssyni bónda á Hjöllum og þar dvaldi Gunnar til 19 ára aldurs.</p>
<p>Gunnar kallaði hálfsystur sína og Þórð fósturforeldra sína. Um 1948 hætta þau búskap í Þorskafirðinum og flytjast að Egilsstöðum í Ölfusi; Gunnar fer þá til Reykjavíkur. Hann ætlar að læra tréskurð hjá Ríkharði Jónssyni en ekkert verður út því. Í staðin lærir Gunnar á fiðlu hjá Jósef Felzmann og gítar hjá Sigurði Briem. Eitthvað var Gunnar líka í Tónlistarskólanum í Reykjavík en varð að hætta þar þegar hann slasaðist illa í bílslysi 1957. Eftir það vinnur hann tilfallandi störf auk spilamennsku og kennslu þar til Tónskólinn var stofnaður 1964.</p>
<p>Gunnar H. Jónsson var með allra eftirminnilegustu mönnum. Hann var stórkostlegur kennari, mannvinur og afskaplega greiðvikinn. Svo mikill sögumaður var hann að helst má jafna við Munchausen barón. Gott dæmi um sögumanns hæfileika Gunnars er viðtal sem við Bjarki Sveinbjörnsson tókum við hann í febrúar 2011 og aðgengilegt er hér á síðunni – sjá <i>Minningar úr tónlistarlífinu</i>.</p>
<p align="right">Jón Hrólfur Sigurjónsson – ágúst 2016</p>
Viðtöl
Skjöl
![]() |
Afi og amma Gunnars H., Hjálmar og Guðrún | Mynd/jpg |
![]() |
Bassaleikarinn Gunnar H. | Mynd/jpg |
![]() |
Fiðlukennarinn Gunnar H. | Mynd/jpg |
![]() |
Fiðuleikarinn Gunnar 1953 | Mynd/jpg |
![]() |
Fiðuleikarinn Gunnar H. | Mynd/jpg |
![]() |
Greifinn Gunnar H. | Mynd/jpg |
![]() |
Gunnar H. Jónsson | Mynd/jpg |
![]() |
Gunnar H. Jónsson 12 ára | Mynd/jpg |
![]() |
Gunnar H. Jónsson 3-4 ára | Mynd/jpg |
![]() |
Gunnar H. Jónsson ungur maður | Mynd/jpg |
![]() |
Gunnar á Akureyri 2014 | Mynd/jpg |
![]() |
Gunnar á Akureyri 2014 | Mynd/jpg |
![]() |
Gunnar þenur nikkuna | Mynd/jpg |
![]() |
Gítarleikarinn Gunnar H. ungur maður | Mynd/jpg |
![]() |
Harmonikuleikarinn Gunnar H. | Mynd/jpg |
![]() |
Heimilisfólkið á Brandsstöðum um 1925 | Mynd/jpg |
![]() |
Jólalög leikin og sungin | Mynd/jpg |
![]() |
Leikarinn Gunnar H. | Mynd/jpg |
![]() |
Meistarinn og lærisveinar | Mynd/jpg |
Minningar. Morgunblaðið. 1. september 2016, bls. 25 | Skjal/pdf | |
Minningar. Morgunblaðið. 24. ágúst 2016, bls. 23 | Skjal/pdf | |
Minningar. Morgunblaðið. 25. ágúst 2016, bls. 24 | Skjal/pdf | |
![]() |
Organistinn Gunnar H. | Mynd/jpg |
![]() |
Sjötugsafmæli í Gerðubergi 1999 | Mynd/jpg |
![]() |
Síldarball Siglufirði | Mynd/jpg |
![]() |
Tónleikar í Akureyrarkirkju | Mynd/jpg |
Tengt efni á öðrum vefjum
- Burtfarartónleikar [Ríkharður H. Friðriksson]. Dagblaðið Vísir - DV. 11. maí 1984, bls. 20.
- Burtfarartónleikar [Þórólfur Stefánsson]. Morgunblaðið. 30. október 1987, bls. 29.
- Fyrsti gítarleikarinn sem lýkur fullnaðar prófi hér [Símon H. Ívarsson] – heldur tónleika í Norræna húsinu. Tíminn. 10. maí 1975, bls. 3.
- Gítartónleikar til heiðurs Gunnari H. Jónssyni [sjötugum]. Lesbók Morgunblaðsins. 9. október 1999, bls. 2.
- Gítarveisla – til heiðurs Gunnari H. Jónssyni. Morgunblaðið. 12. október 1999, bls. 33.
- Hef þegar lokið þremur starfsæfum. Alþýðublaðið. 30. nóvember 1977, bls. 7.
- Heiðra kennara sinn Gunnar H. Jónsson [áttræður]. Morgunblaðið. 23. júlí 2009, bls. 36.
- Heldur burtfarartóneika í gítarleik [Einar Kristján Einarsson]. Morgunblaðið. 12. maí 1982, bls. 78.
- Lokaprófstóleikar í gítarleik [Friðrik Karlsson]. Morgunblaðið. 12. maí 1983, bls. 67.
- Lokaprófstónleikar [Kristinn H. Árnason]. Morgunblaðið. 10. febrúar 1989, bls. 10.
- Tekur próf í gítarleik [Arnaldur Arnarson]. Þjóðviljinn. 15. apríl 1977, bls. 14.
- Þegar múkkinn þagnaði í Ásbyrgi. Guðmundur Norðdahl. Tileinkað Gunnari H. Jónssyni sjötugum. Lesbók Morgunblaðsins. 24. júlí 1999, bls. 9.
- „Þú heldur kannski að þú eigir frí á sunnudögum?“ Gunnar H. Jónsson sextugur. Morgunblaðið 18. mars 1989, bls. B4.
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.08.2016