Ólöf Sigursveinsdóttir 02.09.1974-

Ólöf fór í fyrsta sellótímann 6 ára gömul. Kennarar hennar voru Nora Kornblueh og Bryndís Halla Gylfadóttir við Tónskóla Sigursveins og Gunnar Kvaran við Tónlistarskólann í Reykjavík. Eftir tónlistarnám hér heima lék Ólöf eitt starfsár með Sinfóníuhljómsveit Íslands en hélt út til frekara náms til Stuttgart. Hún innritaðist í Tónlistarháskólann undir handleiðslu Hans Häublein og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn og stundaði einnig framhaldsnám við sama skóla. Ólöf sótti samhliða nám í hljómsveitarstjórn og barokksellói m.a. hjá Sergio Azzolini og Héléne Godefroy.

Árið 2006 tók Ólöf Diplómgráðu við fjölmiðladeild Tónlistarháskólans í Karlsruhe og vann við dagskrárgerð í suður-þýska útvarpinu og einnig eftir heimkomu til Íslands á rás 1. Ólöf helgar sig í dag sellóleiknum og hefur haldið einleikstónleika hérlendis og t.d. í Sviss, Danmörku og Þýskalandi. Árið 2012 átti hún þátt í stofnun ReykjavíkBarokk. Aðalstarf Ólafar er að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og kenna á selló en hún stjórnar hljómsveit sem kallar sig Íslenska strengi.

Staðir

Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -
Tónskóli Sigursveins Tónlistarnemandi -
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Sellóleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Nemandi, sellókennari, sellóleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.09.2018