Jón Jónsson 22.08.1829-21.04.1907

Prestur. Stúdent úr Reykjavíkurskóla 1854. Nam læknisfræði enn hætti því námi "enda" átti hann þá launbarn. Stundaði kennslu og lækningar næstu ár í Húnavatnssýslum og eignaðist þar annað launbarn. Bjó á Höfða á Höfðaströnd. Fékk leyfi til prestskapar þótt hann væri ólærður og fékk Dýrafjarðarþing 11. ágúst 1870, fékk Sanda 16. september 1882, Stað á Reykjanesi 6. maí 1884 og fékk þar lausn frá prestskap 21. febrúar 1895. Sinnti Guðudal allt árið 1884

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 204.

Staðir

Mýrakirkja Prestur 11.08.1870-1884
Sandakirkja Prestur 16.09.1882-1884
Staðarkirkja á Reykjanesi Prestur 06.05.1884-1895
Gufudalskirkja Prestur 1884-1884

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.06.2015