Sunna Rán Stefánsdóttir 20.02.1988-

<p>Sunna Rán hóf fjögurra ára nám í fiðluleik við Suzuki-tónlistarskólann og stundaði þar nám til 12 ára aldurs. Þaðan fór hún í Tónlistarskólann í Reykjavík til Lin Wei fiðluleikara. 16 ára hóf Sunna að læra spuna og jazzfiðluleik hjá Dan Cassedy og trommuleik hjá Óla Hólm. 17 ára gömul hætti hún tónlistarnámi af heilsufarsástæðum, lauk samt stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og hélt síðan til Kaupmannahafnar í nám í fatahönnun.</p> <p>Árið 2012 hóf Sunna nám við Listaháskóla Íslands í tónsmíðum hjá Hildigunni Rúnarsdóttur. Tónsmíðar hennar einkennast flestar af miklum húmor, rythmískum áherslum og hafa gjarnan einhverja sögu að segja. Hún er óhrædd við að skrifa ómblíðar laglínur og leyfir poppáhrifum að skína í gegn. Að undanförnu hefur hún einkum samið píanótónlist og strengjakvartetta. Þá hefur hún einnig unnið að stærri verkum, s.s. sinfóníum og kórverkum. Hún sækir gjarnan innblástur í eftirminnilegar upplifanir, tilfinningar, náttúruna o.fl.</p> <p>Sunna stefnir á frekara nám erlendis í lista- og viðburðastjórnun ásamt því að semja tónlist fyrir kvikmyndir, ýmsa viðburði og almenna tónlist fyrir sálina.</p> <p align="right">Af FaceBook-síðu útskrfitartónleika Sunnu Ránar.</p>

Staðir

Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1992-2000
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 2000-
Kvennaskólann í Reykjavík Nemandi -
Listaháskóli Íslands Háskólanemi 2012-2015

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari , háskólanemi , nemandi , tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.04.2015