Tómas Tómasson 03.07.1964-

Tómas hóf söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Elísabetu Erlingsdóttur og söng á námsárunum með kór Íslensku óperunnar, auk þess að spreyta sig á aðalhlutverkum eins og Sparafucile og Sarastro. Tómas hélt til framhaldsnáms við óperudeild Royal College of Music í London og á fyrstu árum ferilsins söng hann fjölmörg af helstu bassahlutverkum óperubókmenntanna. Hann hefur nú skipt um raddfag og einbeitir sér að hlutverkum fyrir dramatískan baritón.

Wagner hlutverk skipa stærstan sess, til dæmis Hans Sachs, Wotan/Wanderer, Hollendingurinn fljúgandi, Telramund og Klingsor. Þar að auki hefur Tómas víða sungið hlutverk Jochanaans í Salóme og Tomski í Spaðadrottningunni. Af tuttugustu aldar verkum má nefna Wozzeck og Lear en Tómas hefur auk þess frumflutt ný verk, til dæmis Faust-bal eftir Leonardo Ballada í Madríd og er við æfingar þessa dagana á La bianca notte eftir Beat Furrer í Hamburg og verður frumsýningin um miðjan maí 2015.

Tómas hefur sungið í mörgum af helstu óperuhúsum heimsins og með fjölmörgum hljómsveitarstjórum; Daniel Barenboim, Riccardo Muti, Antonio Pappano, James Conlon, Richard Bonynge, Lorin Mazel, Jeffrey Tate, Andrew Davis, Michel Plasson, Mark Elder og Jesús López-Cobos svo fáeinir séu nefndir.

Af vef Íslensku óperunnar (18. mars 2016)

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Konunglegi tónlistarháskólinn í London Háskólanemi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.03.2016