Bjarni Pálsson 09.08.1791-16.02.1842

Prestur. Stúdent 1813 frá Bessastaðaskóla. Vígðist 29. júní 1817 aðstoðarprestur séra Jóns á Bægisá. Fékk Fell í Sléttuhlíð 18. júní 1820 og hélt til dauðadags. Hann var hið mesta hraustmenni, ágætur glímumaður, snilldarmaður í prestsverkum og ljúfmenni hið mesta en nokkuð drykkfelldur og þótti þá aðsúgsmikill. Átti erfitt eftir 1838 vegna höfuðveiki er læknar kunnu engin ráð við.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 186-87.

Staðir

Bægisárkirkja Aukaprestur 29.06.1817-1820
Fellskirkja Prestur 18.06.1820-1842

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 23.02.2017