Árni Þorvarðsson 1650-1702

<p>Prestur. Stúdent úr Skálholtsskóla um 1669. Fór utan sama haust og nam við Hafnarháskóla í tvö ár og hefur líklega orðið attestatus. Fékk Þingvelli 7. janúar 1677 og hélt til æviloka þrátt fyrir að tilraun væri gerð til að fá hann þaðan. Var prófastur í Árnesþingi frá 1691 til dauðadags. Var og officialis meðan Jón Vídalín biskup var erlendis. Hann var einn fyrirklerka landsins, ræðumaður ágætur og andríkur, gáfaður og lærður vel. Skáld gott bæði á íslensku og latínu. Fékkst mikið við ritstörf og liggur margt eftir hann.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 79-80. </p>

Staðir

Þingvallakirkja Prestur 07.01.1677-1702

Erindi


Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.01.2019