Ólafur Gaukur Þórhallsson (Óli Gaukur) 11.081930-12.06.2011

Ólafur Gaukur fæddist í Reykjavík. Foreldrar hans voru Þórhallur Þorgilsson, MA í rómönskum málum, löggiltur skjalaþýðandi, dómtúlkur og bókavörður, og k.h., Bergþóra Einarsdóttir húsfreyja.

Börn Ólafs Gauks og f.k.h., Ingu Einarsdóttur, eru Bergþóra, Ragnhildur, Ingibjörg, Ingunn og Hlöðver Már. Dætur Ólafs Gauks og Jórunnar Marýjar Ingvarsdóttur eru Aðalbjörg María og Inga Sigrún. Börn Ólafs Gauks og s.k.h.,, Svanhildar Jakobsdóttur söngkonu, eru Andri Gaukur skurðlæknir og Anna Mjöll söngkona.

Ólafur Gaukur lauk stúdentsprófi frá MA 1949, stundaði tónsmíða- og gítarnám hjá Sigurði Briem, Jóni Ásgeirssyni og fleirum og tónsmíðanám við Tónlistarskólann í Reykjavík, lauk prófum í tónsmíðum frá Dick Grove School of Music í Los Angeles 1984 og í kvikmyndatónlist og tónsmíðum þaðan 1988.

Ólafur Gaukur var blaðamaður á Tímanum og við Vikuna, aðstoðarritstjóri VR Blaðsins 1983-2002 og ritstjóri ýmissa blaða og tímarita. Hann var gítarleikari, lagahöfundur, hljómsveitarstjóri, útsetjari, textahöfundur, plötuútgefandi og kennari. Hann stofnaði sitt fyrsta tríó 15 ára, lék með vinsælustu danshljómsveitum landsins á menntaskólaárunum, s.s. KK-sextettinum, og stýrði auk þess eigin hljómsveitum um langt árabil, en þeirra þekktust var Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur. Sú hljómsveit kom fram í fjölda sjónvarpsþátta og sendi frá sér hljómplötur.

Ólafur Gaukur stofnaði Gítarskóla Ólafs Gauks 1975 og starfrækti hann til æviloka. Hann samdi tónlist fyrir sjónvarp og kvikmyndir, hlaut heiðursverðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna 2006, var sæmdur hinni ís- lensku fálkaorðu 2008, kjörinn heiðursfélagi Félags tónskálda og textahöfunda sama ár og sæmdur Gullnöglinni af gítarleikurum 2009.

Merkir Íslendingar. Morgunblaðið 11. ágúst 2017, bls. 27

Staðir

Menntaskólinn á Akureyri Nemandi -1949
Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
GO kvintett Gítarleikari 1946 1947
Hawaii-tríóið Gítarleikari 1947-09/11 1947-09/11
Hljómsveit Björns R. Einarssonar Gítarleikari 1949-06 1949-11
Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar Gítarleikari 1952-06/08
KK-sextett Gítarleikari
Sextett Ólafs Gauk Gítarleikari 1965

Tengt efni á öðrum vefjum

Blaðamaður, gítarkennari, gítarleikari, hljómsveitarstjóri, lagahöfundur, nemandi, ritstjóri, skólastjóri, textahöfundur, útgefandi og útsetjari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.03.2018