Björn Benediktsson 23.08.1764-24.10.1828

Prestur og djákni. Eftir nám hjá ýmsum var hann tekinn í Skálholtsskóla 1782 en vikið úr skóla vegna skelmisháttar við brytann á staðnum 1783 en var tekinn í skólann ári síðar með kansellíbréfi 3. ágúst 1784. Varð loks stúdent úr Reykjavíkurskóla eldra 1786. Var djákni í Hítardal 1787 og vígðist 10. júlí 1791 aðstoðarprestur í Hítardal og fékk veitingu fyrir prestakallinu 23. ágúst 1799 og var þar til dauðadags. Hann var mikill vexti og hrikalegur, gáfnatregur, stirður í prestsverkum og enginn raddmaður en glaðlyndur, gestrisinn, hælglyndur og hreinlyndur, starfsmaður og búsýslumaður mikill. Hann átti í ýmiss konar útistöðum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 206-7.

Staðir

Hítardalskirkja Aukaprestur 10.07.1791-1799
Hítardalskirkja Prestur 23.08.1799-1828

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.10.2014