Gísli Jónsson 27.07.1867-10.06.1918

Prestur. Stúdent frá Lærða skólanum 1890 og Cand. theol. frá Prestaskólanum 25. ágúst 1892. Veitt Meðallandsþing 25. október 1892 og vígður 30. sama mánaðar. Fékk Mosfell í Grímsnesi 7. maí 1900 og hélt til æviloka. Gísli drukknaði í Þverá 10. júní 1918. Riddari af Prússnesku krónuorðunni.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 359-60 og Netið.

Staðir

Langholtskirkja í Meðallandi Prestur 25.10.1892-1900
Mosfellskirkja Prestur 07.05. 1900-1918

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.10.2018