Róbert Einar Þórðarson 28.05.1925-26.11.2011

<p>Róbert ólst upp í Hafnarfirði. Ungur hóf hann störf í Landsbanka Íslands og vann þar þangað til hann fór til sjós um miðjan sjöunda áratuginn eftir að hann lauk námi í Loftskeytaskólanum. Árið 1975 hætti hann á sjó og hóf störf að nýju í Landsbankanum og starfaði það uns hann fór á eftirlaun, síðast sem útibústjóri Landsbankans á Skagaströnd. Í rúma hálfa öld var Róbert félagi í Oddfellow-reglunni, fyrst í stúkunni Þórsteini og síðar kom hann að stofnun stúkunnar Hásteins á Selfossi.</p> <p>Hljómlistarmaður var hann um langt árabil og spilaði fyrir dansi bæði í Reykjavík og víða á landsbyggðinni.</p> <p align="right">Úr Minningargrein í Morgunblaðinu 2. desember 2011 bls. 27</p> <p>Guðmundi Steingrímssyni finnst Róbert Einar hafa verið einn al-besti jazz-harmonikuleikari sem Ísland hefur átt.</p> <p align="right">Samtal við Guðmund Steingrímsson 8. maí 2014.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Bankamaður , harmonikuleikari og loftskeytamaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.10.2017