Sigurður Jónsson 1700-23.07.1778

<p>Stúdent rfá Hólaskóla 1720. Fékk Flugumýrarþing 14. júní 1723, Garða á Akranesi 12. október 1723, Mosfell í Grímsnesi 1735 og loks Holt undir Eyjafjöllum 3. september 1742. Lét af störfum vorið 1775 en var í Holti til æviloka. Varð prófastur í Rangárþingi 1746 en sagði því af sér 13. nóvember 1775 enda þá orðinn geðbilaður og sjónlaus. Var merkismaður, trygglyndur og ráðhollur, búhöldur mikill og starfsamur, nokkuð aðsjáll, en þó góður nauðstöddum, drykkfelldur nokkuð, kennimaður ágætur og frægur ræðuskörungur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ IV bindi, bls. 24.</p>

Staðir

Flugumýrarkirkja Prestur 14.06.1723-1730
Akraneskirkja Prestur 12.10.1730-1735
Holtskirkja undir Eyjafjöllum Prestur 03.09.1742-1775
Mosfellskirkja Prestur 31.05.1735-1742

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 4.09.2014