Hjörleifur Zófoníasson 06.12.1914-30.09.1995

Hjörleifur ólst upp á Læk. Aðeins 16 ára gamall fór hann til Reykjavíkur að læra orgelleik hjá Páli Ísólfsssyni og síðar hjá fleiri meisturum. Hann var organisti Fríkirkjunnar í Hafnarfirði um árabil eða frá 1952-1960. Hjörleifur lauk kennaraprófi 1937 og stundaði nám í Handíðaskólanum 1941-1942. Arið 1946 stundaði hann framhaldsnám í eitt ár í Svíþjóð og ári síðar í Englandi. Eftir námið kenndi hann í fáein ár bæði í sinni heimabyggð og við Austurbæjarskólann en réðst svo til Flensborgarskóla þar sem hann starfaði í meira en áratug. Arið 1961 tók fjölskyldan sig upp og flutti alfarið til Svíþjóðar. Þau settust að í smábænum Ánge sem er í Vesternorrland-léni í héraði sem ber nafnið Medelpad en þar er landfræðileg miðja Svíaríkis. Hjörleifur gerðist kennari í heimabæ sínum auk þess að verða organisti staðarins til margra ára og gegndi reyndar því embætti í mörgum nærliggjandi kirkjum.

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 13. október 1995, bls. 36.

Sjá einnig Kennaratal á Íslandi, 1. bindi bls. 291.

Staðir

Fríkirkjan í Hafnarfirði Organisti 1952-1960

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014