Geir Markússon 1663-06.11.1737

Prestur. Stúdent 1682 frá Hólum. Fór utan og varð attestatus í guðfræði 1688. Fékk vonarbréf fyrir Laufási 1689. Vígðist aðstoðarprestur föðurbróður síns, sr. Þorsteins Geirssonar að Laufási og fékk prestakallið eftir hann 5. júní 1690 og hélt til dauðadags. Var prófastur í Þingeyjarþingi 1697-1733, framan af þó einungis varaprófastur. Hann var vel að sér og lét eftir sig mikið bókasafn, óhraustur í geði. Gerði sjálfur grafskrift eftir sig í latnesku hexametri.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 31-32.

Staðir

Laufáskirkja Aukaprestur 07.04.1689-1690
Laufáskirkja Prestur 05.06.1690-1737

Aukaprestur, prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 17.01.2019