Ari Steinólfsson 15.öld-

Prestur. Fæddur um 1490 og var enn á lífi 1563. Hann var kallaður djákni í bréfi frá 1514. Talinn prestur 1521 og 1522 og ætla menn að það hafi verið í Rangárþingi, e.t.v. aðstoðarprestur Jóns Einarssonar í Odda. Síðari ár ævinnar hefur hann verið prestur í Laugardalssókn í Tálknafirði og síðast virðist hann eiga heima á Rauðasandi en þar er hann 1559 og segist vera nærri 70 ára gamall. Hann virðist líka hafa fengið Dýrafjarðarþing fyrir 1554 og Sauðlauksdal fyrir 1559. Hann er skráður í Selárdal fyrir 1546. Hann skar allan skurð á Skálholtskirkju að innan, bæði á stöfum, hurðum og öðru (1529)

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 20.

Heimild: Prestatal og prófasta eftir dr. Hannes Þorsteinsson, bls. 180.

Heimild: Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson og dr. Hannes Þorsteinsson, bls. 190

Staðir

Sauðlauksdalskirkja Prestur 16.öld-16.öld
Oddakirkja Aukaprestur 1521-1522
Mýrakirkja Prestur 16.öld-16.öld
Selárdalskirkja Prestur 16.öld-16.öld

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.03.2019