Guðmundur Finnbjörnsson (Bubbi) 07.11.1923-28.03.2009

<p>... Guðmundur lauk námi frá Verslunarskóla Íslands 1943 og samhliða nam hann fiðluleik við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann var lærður málarameistari og starfaði við þá iðn þar til hann hóf störf hjá Landssmiðjunni sem sölustjóri árið 1950, en þar vann hann þar til hann lét af störfum sökum aldurs. Guðmundur hóf ungur að spila í danshljómsveitum, fyrst á Ísafirði og síðan frá 1949 í Reykjavík. Þá var hann einnig farinn að leika á saxófón og seinna á kontrabassa og fleiri hljóðfæri og spilaði hann með mörgum þekktum hljómsveitum. Um árabil stjórnaði hann vinsælli gömludansahljómsveit í Þórskaffi, hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar. Hann sat í stjórn FÍH frá árinu 1961 til 1983, lengst af sem ritari. Hann var heiðursfélagi í Félagi íslenskra hljómlistarmanna ...</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 7. apríl 2009, bls. 32.</p> <p>Ferill Guðmundar er að nokkru rakinn í grein sem Svavar Gests skrifar í Jazzblaðið 1. mars 1950. Þar segir að faðir Guðmundar og föðurbróðir hafi 30 árum fyrr leikið á dansskemmtunum; síðan er vikið að ferli Guðmundar:</p> <ul> <li>Hóf fiðlunám 12 ára hjá Gunnari Hallgrímssyni hljóðfærakennara á Ísafirði.</li> <li>Lék á dansæfingum í gagnfræðaskónum á Ísafirði.</li> <li>Lærir fiðluleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík samhliða Verslunarskólanámi.</li> <li>Útskrifast úr Versló 19 ára og heldur aftur til Ísafjarðar; leikum þar með hljómsveit sem Herlufsen stjórnaði - danskur maður.</li> <li>Blæs 1. trompet með Lúðrasveit Ísafjarðar - ekki tilgreint hvenær nákvæmlega það var.</li> <li>Leikur á tenór-sax og trompet með Jóhannesi Þorsteinssyni á Akureyri sumarið 1945.</li> <li>Leikið með Baldri Kristjánssyni í Tjarnarkaffi 1948-1949; fer til Akureyrar með Baldri sumarið 1949.</li> <li>Leikur með sextett Steinþórs Steingrímssonar í Mjólkurstöðinni.</li> <li>1950, janúar: gengur í Hljómsveit Björns R. Einarssonar - „... sem nú um þriggja ára skeið hefur verið kosin vinsælasta jazzhljómsveit landsins, kannske ekki að ástæðulausu ...“ segir Svavar.</li> </ul>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Björns R. Einarssonar Fiðluleikari og Saxófónleikari 1950-01 1951-05

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari , fiðluleikari , málarameistari , saxófónleikari og trompetleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.05.2014