Jón Þorsteinsson 24.02.1781-14.06.1862

<p>Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1799 með ágætum vitnisburði. Vígðist 6. mars 1803 aðstoðarprestur sr. Þorleifs á Þóroddsstað, fékk Húsavík 13.05.1808 og Mývatnsþing 6. júlí 1814 og lét þar af prestskap 1852 og fluttist að Hólmum, til sonar síns, og andaðist þar. Hann var gáfumaður, skáldmæltur, hraustmenni hið mesta, búmaður mikill og dugnaðarmaður, kennimaður góður, nokkuð mikilfenglegur við vín.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 323-24. </p> <p>Athygli vekur að hjá PÁÓ er Jón sagður hafa fengið Mývatnsþing 6. júlí 1814 og farið þangað vorið 1849. Hér er eitthvað ekki alveg rétt.GVS. Sömuleiðis er sr. Jón sagður hafa fengið Kirkjubæ í Tungu 17.11.1848 og verið þar til 1852. Þess er ekki getið hjá PÁÓ</p>

Staðir

Skútustaðakirkja Prestur 06.06.1814-1852
Húsavíkurkirkja Prestur 13.05.1808-1814
Þóroddsstaðakirkja Aukaprestur 06.03.1803-1808

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.05.2018