Ari Þorleifsson 1711-25.05.1769

<p>Prestur. Stúdent úr heimaskóla hjá föður sínum, prófasti í Múla í Aðaldal. Vígðist 2. febrúar 1750 aðstoðarprestur í Mývatnsþingum en var þar ekki lengi þar sem hann fékk ekkert jarðnæði. Fékk Grímsey 1750. en þar veiktist kona hans og börn þar sem þau þoldu ekki vatnið í eyjunni og fluttu í land. Ari var þar til 1754 er hann fékk Tjörn í Svarfaðardal 17. júlí 1754 og þar var hann til dauðadags en hafði sagt prestakallinu lausu 23. janúar 1769 vegna sjúkdóms. Hann var mikilmenni, harðger og hraustur sem hann átti kyn til, bráðlyndur en raungóður. Raddmaður mikill, skýr og minnugur, gagnorður og kröftugur í kenningum. Þjóðsagnir eru um hann og munu sumar illmæli ein.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 21-22. </p>

Staðir

Skútustaðakirkja Aukaprestur 02.02.1750-1750
Miðgarðakirkja Prestur 1750-1754
Tjarnarkirkja Prestur 17.07.1754-1769

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 29.09.2017