Hannes Jónsson 13.01.1880-29.08.1968

<p>Hannes fæddist á Núpsstað í Vestur-Skaftafellssýslu og var þar bóndi alla ævi. Hann var líka landpóstur í marga ártugi á svæðinu milli Prestbakka á Skíðu að Hóla í Hornafirði. Í því starfi þurfti hann að komast yfir eitt mesta vatnasvæði landsins sunnan Vatnajökuls.</p> <p>Hér fer á eftir tilvitnum í minningargrein sem Birgir Kjaran skrifaði um Hannes:</p> <p>&nbsp;</p> <blockquote>… Hannes kom strax til móts viö okkur. Hann er lágur á velli, en furðu beinvaxinn, þrátt fyrir þá átta áratugi, sem hann hefur að baki. Hann er mjög grannholda, rjóöleitur I andliti, skeggið grátt og fellur niður á bringuna. Hárið er þykkt og steingrátt; lubbinn þéttur, rétt eins og á fermingardreng, enda er maðurinn álíka léttstígur. Hendur hans eru stórar, miðað viö líkamsstærð. Þetta eru vinnuhendur, hagar hendur, eins og ég á eftir að komast að raun um. Hann er í bláum nankinsfötum með derhúfu og hefur þann ávana að taka hana við og við ofan og nudda derinu I kollinn.<br /> <br /> Hann leiðir okkur I bæinn. Heldur er lágt til lofts I stofunni, fer þó vel, er við hæfi hjónanna, sem bæði eru smávaxin. Einhver þokki hvílir yfir heimilinu, það ber á sér blæ frá liðinni tíð. Þarna stendur til dæmis gamall legubekkur með sveigðum örmum, og með fótum gerðum úr rekavið á staðnum. Lítið orgel, er þarna, smíðað á Eyrarbakka áriö 1880, keypt að Núpsstað 1906. Á veggnum er fallega ofið íslenzkt veggteppi og útsaumur og bróderingar eru á veggjum og borði.<br /> <br /> Þóranna húsfreyja ber okkur nú kaffið, og þá gefst tækifæri til þess að inna Hannes eftir einu og öðru forvitnilegu. Hann er fús til að leysa úr mörgum spurningum varöandi hérað og íbúa og eitt og annað um starf sitt sem landpóstur, en það starf hóf hann árið 1917 og gegndi því um marga áratugi. Því og annarri leiðsögu voru samfara mikil feröalög og oftast lágu leiðirnar yfir þau erfiðu vatnasvæði, sem liggja milli Núpsstaðar og Öræfa, en á þeirri leið eru hin miklu vatnsföll Núpsvötn og Skeiðará og á milli er hinn um það bil 25 kílómetra langi Skeiöarársandur...</blockquote> <p align="right">Úr <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2398084">minningargrein um Hannes Jónsson</a> í Vísi 7. sept. 1968, bls. 2.</p>

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

3 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
13.06.1964 SÁM 84/60 EF Prestur flutti út í Meðalland. Hann tapaði tveim ám, annað hvort úr rekstrinum á Sandinum eða heiman Hannes Jónsson 1011
13.06.1964 SÁM 84/60 EF Um söng og kveðskap í uppvexti heimildarmanns, kveðnar lausavísur og rímur, kveðist á, spurt um tvís Hannes Jónsson 1012
14.06.1964 SÁM 84/61 EF Um söng og kveðskap við störf og í veislum, á kvöldvökum, við húslestra, í lestarferðum og á hestbak Hannes Jónsson 1013

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.11.2020