Hilmar Þórðarson 09.04.1960-

<p>Hilmar útskrifaðist frá tónfræðadeild tónlistarskólans í Reykjavík árið 1985. Eftir það hélt hann til Bandaríkjann til frekara náms í tónsmíðum og lauk Mastersprófi (MFA) í þeirri grein frá California Institute of the Arts (Cal Art's) og Yale háskólanum. Hilmar er nú forstöðumaður tónvers tónlistarskóla Kópavogs (TTK) auk þess sem hann kennir hljómfræði, kontrapunkt og tónsmíðar við tónlistarskólann í Reykjavík.</p> <p>Hilmar er einnig virkur sem tónskáld og hefur samið fjölda verka sem mörg hver hafa verið flutt víðsvegar um heiminn. Má þar m.a. nefna flest öll lönd Evrópu, Bandaríkin og Japan. Verk hans hafa einnig verið flutt á tónlistarhátíum s.s. Nordic Light Pianofestival í Japan, Gaudeamus hátíðinni í Hollandi, Listahátíðinni í Reykjavík og Norrænum Músikdögum.</p> <p>Yrkisefni Hilmars er jafnan sótt í þann jarðveg sem höfundur er staddur hverju sinni má þar til nefna verk eins og Ó gula undraveröld sem tileinkuð eru veru hans í sólgylltri sýslu Kaliforníu, Þrír staðir í Japan, sem eru eftirþankar höfundar við heimkomuna eftir sín fyrstu kynni af menningu japana og svo verk eins og Goblins frá landi ísa og Myrkraöfl. þar er efniviðurinn beinlínis, í fyllstu merkingu þess orðs, sóttur í íslenskan jarðveg, þar sem hin hrikalegu náttúruöfl Íslands eru notuð sem uppistaða tónlistarinnar.</p> <p>Á seinni árum hefur áhugi Hilmars á margmiðlunartækni heltekið líf hans allt og má segja að vera hans sem gestatónskáld við Berkeley háskólann í Kaliforníu hafi glætt endanlega þann eld. Þar gafst Hilmari tækifæri að kynna sér alla þá nýju strauma sem þessari tækni fylgir og afleiðingarnar urðu þær að hann réðst út í að semja verkið Goblins frá landi ísa, sem byggt er á þjóðsögunum um gömlu íslensku jólasveinana og foreldra þeirra Grýlu og Leppalúða. Verk þetta kynnti hann svo fyrir japanska Butoh dansaranum Koichi Tamano stofnanda og leiðanda Harupin-Ha Butoh Dance Theater. Þeir hófu síðan samvinnu sem varð að alþjóðlegu margmiðlunarverki þar sem samantóku höndum lista- og tæknimenn frá Frakklandi, Bandaríkjunum auk Japans og Íslands.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Tónlistarkennari og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.02.2014