Högni Sigurðsson 11.08.1693-07.07.1770

Stúdent 12. apríl 1710 og vígðist til föður síns í EInholti sem aðstoðarprestur árið 1713 eða 14. Fékk Kálfafellsstað 18.11. 1717 og Stafafell 29. janúar 1726. Var kosinn prófastur í Skaftafellssýslu árið 1722 en skipaður 1723 gegn mótmælum sínum. Átti í þjarki við ýmsa menn þar eystra, einkum Jón Ísleifsson, sýslumann. Fékk Breiðabólstað í Fljótshlíð að konungsveitingu, fyrstur ósigldra manna. Átti í þrefi við flesta sóknarbændur og varð hann að biðja söfnuðinn opinberlega afsökunar vegna ólöglegs húsrofs hjá leiguliða sínum. Virðist hafa framselt Stefáni, syni sínum, prestakallið, 1. júní  1763, en hélt staðarforráðum til æviloka. Mikilhæfur maður en nokkuð ágengur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ II bindi, bls. 381þ.

Staðir

Stafafellskirkja Prestur 1726-
Kálfafellsstaðarkirkja Prestur 1717-1726
Breiðabólstaðarkirkja Rangárvöllum Prestur 1750-1764
Einholtskirkja Aukaprestur 1713-1717

Aukaprestur, prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 15.12.2013