<p>Íslendingabók segir um Maríu Elísabetu: „Húsfreyja á Hringbraut 144, Reykjavík 1930. Húsfreyja á Helgastöðum, Reykdælahr., S-Þing., Grenjaðarstað, Aðaldælahr., S-Þing. og í Reykjavík. Organisti á Grenjaðarstað, æfði kóra og samdi lög. Kjördætur: Soffía Maren Björg Helgadóttir f. 21.10.1897 og Elísabet Helga Helgadóttir, f. 6.12.1911.“</p>
<p>Í Morgunblaðsgrein sem vísað er til hér neðar (Fannst rétt að hún fengi athygli) segir að sönglagahefti hafi komið út 1949 með lögum Maríu Elísabetar og hafi það verið í fyrsta sinn sem sönglög eftir konu hafi komið út á Íslandi.</p>
<p align="right">Jón Hrólfur - 16. júní 2017</p>
Staðir
Skjöl
Tengt efni á öðrum vefjum