Þorgrímur Thorgrímssen 30.03.1788-12.11.1870

Ólst upp hjá stjúpföður sínum, Geir biskupi Vídalín og lærði hjá honum. Varð stúdent úr heimaskóla hans 1813 og var síðan skrifari Geirs í 7 ár og eftir það verslunarmaður í Reykjavík. Fékk Keldnaþing 8. febrúar 1826, fékk Nesþing 4. júní 1836 og loks Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. 6. mars 1849. Lét af störfum þar 1866 og fluttist að Belgsholti þar sem hann var til æviloka. Var rómað valmenni.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 138.

Staðir

Keldnakirkja Prestur 08.02.1826-1836
Ingjaldshólskirkja Prestur 04.06.1836-1849
Hallgrímskirkja í Saurbæ (Hvalfjarðarströnd) Prestur 06.03.1849-1866

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.06.2015