Þorvaldur Steingrímsson 07.02.1918-27.12.2009

<p>Þorvaldur fæddist á Akureyri. Foreldrar hans voru Steingrímur Matthíasson, læknir á Akureyri, og k.h., Kristín Thoroddsen húsfreyja, systir Emils Thoroddsen tónskálds. Steingrímur var sonur Matthíasar Jochumssonar skálds en Kristín var dóttir Þórðar Thoroddsen, alþingismanns og læknis, bróður Skúla Thoroddsen alþingismanns, afa Skúla Halldórssonar tónskálds. Móðir Kristínar var Anna L. Thoroddsen, systir Kristjönu Guðjohnsen, móður Jóns Halldórssonar, söngstjóra Fóstbræðra, en systir þeirra systra var Marta, amma Jórunnar Viðar tónskálds</p> <p>Eiginkona Þorvaldar var Ingibjörg Halldórsdóttir [05.05. 1919 – 08.01. 1966], og eru börn þeirra Sigríður leikkona; Kristín hárgreiðslukona, og Halldór, forstjóri á Flórída. Seinni kona Þorvaldar: Jóhanna H. Cortes [11.08 1921 – 05.11. 2014].</p> <p>Þorvaldur var við nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík 1934-37, lærði m.a. fiðluleik hjá Þórarni Guðmundssyni, lauk fullnaðarprófi í fiðluleik 1937 og var við framhaldsnám í The Royal Academy of Music í London 1946.</p> <p>Þorvaldur var fiðluleikari Útvarpshljómsveitarinnar frá 1944 og forfiðlari þar frá 1947, var fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá stofnun, aðstoðarkonsertmeistari frá 1966 og konsertmeistari við Þjóðleikhúsið 1966-80. Hann starfaði hjá Hollywood Bowl Orchestra í Kaliforníu 1961-62, var fyrsti fiðluleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Dallas-borgar 1962-64 og aðstoðarkonsertmeistari hjá Sinfóníuhljómsveit Oklahoma-borgar 1969-71. Hann kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík 1943-46 og var skólastjóri Tónlistarskólans í Hafnafirði 1980-88. Þorvaldur starfaði lengi í Frímúrareglunni, var formaður FÍH 1953-55, formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur 1976-78 og formaður Félags íslenskra tónlistarskólastjóra um skeið. Hann var sæmdur heiðursmerki FÍH 1976.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 7. febrúar 2018, bls. 27</p> <p><strong>Starfsferill:</strong></p> <ul> <li>1931-1933: fiðluleikari í Hljómsveit Akureyrar</li> <li>1935: fiðluleikari í Hljómsveit Reykjavíkur</li> <li>1936: fiðluleikari í Útvarpshljómsveitinni</li> <li>1943-1945: leiðandi í 2. fiðlu í Strengjasveit Tónlistarskólans</li> <li>1943 ráðinn fiðlukennari við Tónlistarskólann í Reykjavík</li> <li>1944, 25. janúar: meðstofnandi Sinfóníuhljómsveitar FÍH</li> <li>1944, október: ráðinn fiðluleikari hjá Ríkisútvarpinu</li> <li>1944-1946: meðstofnandi og lék með strokkvartett kennara Tónlistarskólans í Reykjavík</li> <li>1948, 20. janúar: meðstofnandi Sinfóníuhljómsveitar Reykjavíkur</li> <li>1948-1956: meðlimur í strokkvartettinum Fjarkanum</li> <li>1950, 9. mars: ráðinn 1. fiðluleikari og aðstoðarkonserrmeistari í Sinfóníuhljómsveitar Íslands</li> <li>1953-1954: endurráðinn í Sinfóníuhljómsveit Ríkisútvarpsins</li> <li>1955-1961: lék í Sinfóníuhljómsveit Íslands</li> <li>1956-1959: hélt síðdegistónleika daglega í Sjálfstæðishúsinu (2-3 menn)</li> <li>1957: ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla FÍH</li> <li>1961: starfaði í Kaliforníu, Bandaríkjunum í Pasadena Symphony Orchestra; var nótnavörður í Glendale Symphony; lék í Los Angeles Philharmonic og Hollywood Bowl sveitinni</li> <li>1962-1964: réðst til Dallas Symphony Orchestra í Texas, Bandaríkjunum</li> <li>1965-1979: réðst aftur til Sinfóníuhljómsveitar Íslands</li> <li>1966-1970: konsertmeistari í Þjóðleikhúsinu</li> <li>1968-1970: meðlimur í íslensk-tékkneska kvartettinum</li> <li>1970: aðstoðarkonsertmeistari í Oklahoma City Symphony Orchestra</li> <li>1971-1979: aðstoðarkonsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands</li> <li>1980-1988: skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar</li> </ul> <p>Af öðrum hljómsveitum sem Þorvaldur lék með á ferlinum má nefna:</p> <ul> <li>1934, sumar: húshljómsveit á Bíó Café á Siglufirði</li> <li>1935, sumar: hljómsveit Hótels Akureyrar</li> <li>1935: hljómsveit Aage Lorange í Iðnó og í KR-húsinu</li> <li>1936: lék með Lúðrasveit Akureyrar</li> <li>1936-1944, á veturna: hljómsveit Aage Lorange í Oddfellowhúsinu í Reykjavík</li> <li>1937, sumar: hljómsveit Karls 0. Runólfssonar á Hótel Hvanneyri á Siglufirði</li> <li>1937 og 1939, sumar: hljómsveit Hótels Sigluness á Siglufirði</li> <li>1937-1938, veturinn: hljómsveit Hótels Íslands í Reykjavík</li> <li>1938, sumar: hljómsveit Poul Dalman á Hótel Borg</li> <li>1945-1954: lék í hljómsveit Aage Lorange í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll</li> <li>1954: stýrði eigin hljómsveit á Hótel Borg</li> </ul> <p>Þorvaldur starfaði með Aage Lorange og Poul Bernburg í 17 ár og lék við og við í hljómsveit Bjarna Böðvarssonar í útvarpinu á laugardögum. Að auki stundaði hann verslunarrekstur í hjáverkum í eigin fyrirtæki, Sjálfsalanum hf., Vendo á Íslandi, sem flutti inn margar tegundir af sjálfsölum.</p> <p><strong>Félags- og trúnaðarstörf:</strong></p> <ul> <li>1953-1955: formaður FÍH</li> <li>1976-1978: formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur</li> <li>1982: formaður Félags tónlistarskólastjóra</li> </ul> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 249-250. Sögusteinn 2000</p>

Staðir

Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna 1957-1959
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1934-1937
Konunglegi tónlistarakedemían í London Tónlistarnemandi 1946-1947
Tónlistarskólinn í Reykjavík Fiðlukennari 1943-1946
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Skólastjóri 1980-1988

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Aage Lorange Saxófónleikari
Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar Klarínettuleikari og Saxófónleikari
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1950 1979
Útvarpshljómsveitin Fiðluleikari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðlukennari , fiðluleikari , skólastjóri og tónlistarnemandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.02.2018