Herdís Anna Jónsdóttir 11.08.1962-

Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari nam fiðlu- og víóluleik við Tónlistarskólana á Akureyri og í Reykjavík. Hún fór til framhaldsnáms í víóluleik til Stuttgart og lauk prófi frá Tónlistarháskólanum þar árið 1992. Frá árinu 1995 hefur Herdís verið fastráðin sem víóluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands og leikur auk þess með ýmsum kammerhópum, til dæmis Kammersveit Reykjavíkur og „Dísunum". Erlendis hefur hún leikið með hljómsveitum og kammerhópum á borð við Konzertensemble Salzburg.

Af vef Sumartónleika í Sigurjónssafni 14. júlí 2007.

Skjöl


Tónlistarkennari, tónlistarmaður og víóluleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.10.2013