Jakob Guðmundsson 02.06.1817-07.05.1890

<p>Stúdent frá Reykjavíkurskóla 1847 með 2. einkunn. Próf úr prestaskóla 1849. Stundaði kennslu næstu misserin. Fékk Kálfatjörn 12. maí 1851, Ríp 5. júní 1857 og Kvennabrekku 3. október 1868. Merkismaður, var þjóðfundarmaður, fékk lækningaleyfi og skrifaði allnokkuð, m.a. Nokkur orð um almennar heilbrigðisreglur. Mælskumaður með afburðum.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 9.</p>

Staðir

Kálfatjarnarkirkja Prestur 1851-1857
Rípurkirkja Prestur 1857-1868
Kvennabrekkukirkja Prestur 1868-1890

Erindi


Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 5.05.2015