Marteinn H. Friðriksson (Fritz Martin Hunger, Martin Hunger, Marteinn H. Friðriksson) 24.04.1939-10.01.2010

<p>Marteinn H. Friðriksson dómorganisti ... (f. Fritz Martin Hunger) fæddist í Meissen í Þýskalandi. Hann lagði stund á kirkjutónlist, hljómsveitarstjórn og tónsmíðar í borgunum Dresden og Leipzig í heimalandi sínu. Hingað til lands kom Marteinn strax að loknu námi, árið 1964, og starfaði hér upp frá því.</p> <p>Fyrstu árin var hann skólastjóri Tónlistarskólans í Vestmannaeyjum og organisti í Landakirkju. Hann var organisti við Háteigskirkju í Reykjavík 1970-1978 en eftir það organisti við Dómkirkjuna allt til dánardægurs. Síðast sat hann við hljóðfærið í kirkjunni í útvarpsmessu á aðfangadagskvöld á nýliðnum jólum.</p> <p>Marteinn starfaði nær fjóra áratugi sem kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík. Auk þess að vera stjórnandi Dómkórsins í Reykjavík stjórnaði hann um árabil söngsveitinni Fílharmóníu, kór Menntaskólans í Reykjavík og sönghópnum Hljómeyki, annaðist útsetningar á tónlist og sinnti trúnaðarstörfum í þágu tónlistarmanna. Eftir hann liggja mörg tónverk og útsetningar, einkum fyrir Dómkórinn og Skólakór Kársness. Fyrri kona Marteins var Hrefna Oddgeirsdóttir. Eftirlifandi eiginkona hans er Þórunn Björnsdóttir, tónmenntakennari og kórstjóri í Kópavogi, og eiga þau fjögur börn: Kolbein, Þóru, Maríu og Martein.</p> <p align="right">Úr andlátsfregn Mbl.is 1. nóvember 2010.</p> <blockquote>Sumir tónlistarmenn af erlendu bergi brotnir eru orðnir svo samsamaðir íslenskum veruleika að uppruninn vill næstum gleymast. Einn slíkur maður er Marteinn H. Friðriksson, organisti í Dómkirkjunni með meiru. Hann kom hingað frá Þýskalandi árið 1964 og starfaði fyrst í Vestmannaeyjum en fluttist upp á fast land árið 1970. Fyrst var hann organisti í Háteigskirkju en hefur frá 1978 gegnt stöðu organista og kórstjóra í Dómkirkjunni. Hann hefur kennt í Tónlistarskólanum í Reykjavík og í Listaháskóla Íslands og stendur árlega fyrir tónlistarhátíð í Dómkirkjunni.</blockquote> <p align="right">Úr Morgunbalaðsgrein Ingibjargar Eyþórsdóttur: Erlendir tónlistarmenn á Íslandi á 20. öld Grein 4: Frjótt samstarf, frjótt samspil.</p>

Staðir

Dómkirkjan Organisti 1978-2010
Háteigskirkja 1970-1978

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit Vestmannaeyja Stjórnandi 1966-04 1969
Söngsveitin Fílharmónía Stjórnandi 1976 1980

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.09.2016