Páll Magnússon 1743-24.05.1789

Stúdent frá Skálholtsskóla 15. apríl 1767. Varð aðstoðarprestur sr. Magnúsar Sveinssonar í Stóra-Dal 11. júní 1769. Fékk Stóra-Dal 17. febrúar 1774 er sr. Magnús hætti. Fékk síðan Ofanleiti 24. september 1781 hvar hann varð bráðkvaddur 1789. Vel gefinn maður, kennimaður góður, hraustmenni en þjáðist af niðurfallssýki.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ IV bindi, bls. 140.

Staðir

Stóra-Dalskirkja Aukaprestur 11.06.1769-1774
Stóra-Dalskirkja Prestur 17.02.1774-1781
Ofanleitiskirkja Prestur 24.09.1781-1789

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.01.2014