Eyjólfur Jónsson (lærði, Íslendingurinn gríski) 1670-03.12.1745

Prestur. Stúdent 1687 frá Skálholtsskóla. Varð attestatus 1693 frá Hafnarháskóla. Var svo vel að sér í grísku að tekið var eftir. Varð heyrari á Hólum 1695-99, vígðist prestur að Þingeyrum 30. júlí 1699. Fékk veitingu amtmanns fyrir Þingvöllum 15. ágúst 1702 en komst aldrei þangað vegna mótþróa Jóns biskups Vídalín. Fékk Velli í Svarfaðardal 1704 og hélt til dauðadags1745. 'Okv. og barnlaus. Hneigður til bóka og var mikill tungumálamaður, latínuskáld og yfirleitt talinn lærðastur manna í Hólabisklupsdæmi.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 459.

Staðir

Þingeyraklausturskirkja Prestur 1699-1702
Vallakirkja Prestur 1704-1745

Prestur og heyrari
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 20.03.2017