Tómas R. Einarsson (Tómas Ragnar Einarsson) 25.03.1953-

Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og tónskáld stundaði nám á hljóðfæri sitt í Reykjavík og Kaupmannahöfn 1980-1984. Hann hefur verið einn afkastamesti lagasmiður í íslenskri djasstónlist frá árinu 1985 og eru plötur sem innihalda eingöngu, eða að megninu til, tónlist hans orðnar hátt í 20 talsins. Hann hefur leikið á djasshátíðum víða í Evrópu, ýmist með eigin hljómsveit eða Jazzkvartett Reykjavíkur.

Breiðskífa hans, Havana, hlaut tvenn verðlaun á Íslensku Tónlistarverðlaununum árið 2003. Árið 2004 flutti Stórsveitin Jagúar tónlist hans í útsetningu og undir stjórn Samúels J.Samúelssonar á tvennum tónleikum á Listahátíð í Reykjavík. Hljóðritun frá þeim tónleikum, platan Dansaðu fíflið þitt, dansaðu! hlaut öll þrenn verðlaunin í jazzflokki Íslensku Tónlistarverðlaunanna árið 2004. Í nóvember 2005 gaf Tómas út fyrstu nótnabók íslensks djassmanns, Djassbiblíu Tómasar R., sem inniheldur 80 laga úrval af tónlist hans.

Árið 2007 fékk President Bongo úr hljómsveitinni GusGus ýmsa virtustu skífuþeytara landsins ásamt alþjóðlegum stjörnum til að endurhljóðblanda lög af plötunum þremur Kúbanska, Havana og Romm Tomm Tomm, og afraksturinn var RommTommTechno; Rímixplata þar sem techno, latínáhrif og fönk renna saman í ómótstæðilega partísveiflu.

Árið 2008 sendi Tómas frá sér sönglagaplötuna Trúnó en hún inniheldur 12 lög í flutningi þeirra Ragnheiðar Gröndal og Mugisons. Lögin fjalla um ást og einsemd, timburmenn og tilvist guðs. Lögin eru flest ný en elsta lag Tómasar, Stolin stef, er þó að finna á plötunni, í sameiginlegum flutningi þeirra Ragnheiðar Gröndal og Mugisons. Lagið er til í ýmsum útgáfum en þetta er í fyrsta sinn sem Tómas hljóðritar það sungið.

Tónlist.is 9. júlí 2013.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kúbik kvintett Kontrabassaleikari
Nýja kompaníið Kontrabassaleikari 1980-10

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari og lagahöfundur
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.03.2016