Antonio D. Corveiras -

Antonio D. Corveiras er fæddur á Spáni og hlaut tónlistarmenntun sína í Madrid. Hann lagði fyrir sig orgelleik og stundaði nám í París hjá André Isoir og sótti einnig tíma hjá Gaston Litaize, Jean Langlais og Pierre Cochereau. Hann hefur haldið orgeltónleika víða um lönd, bæði austanhafs og vestan. Hann er nú kennari við Tónlistarskóla Keflavíkur og við Tónskóla Þjóðkirkjunnar í Reykjavík og starfandi organisti við Hallgrímskirkju.

Heimild: Organistablaðið.

Staðir

Hallgrímskirkja Organisti 1977-1982

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014