Þorlákur B. Thorgrímsen 02.10.1793-11.02.1832

<p>Prestur. Stúdent 1815 úr heimaskóla, lærði jafnframt þýsku og ensku hjá Rasmusi Rask sem þá var hér á landi. Sama ár var hann skráður í Hafnarháskóla og lauk öðru lærdómsprófi 1816-17 með 1. einkunn, lagði stund á lögfræði en þurfti að fara heim vegna heilsulasleika. Varð fyrst skrifari landfógeta og síðar stiftamtmanns. Fékk Auðkúlu 09.10.1828, vígðist 12. júlí 1829 og hélt til æviloka. Varð bráðkvaddur. Vel gefinn maður og ljúfmenni.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 168-69. </p>

Staðir

Auðkúlukirkja Prestur 09.10.1828-1832

Amtskrifari , prestur og ritari landfógeta
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.07.2016