Ólafur Hallsson 01.10.1885-1974

<p>Ólafur Hallsson er fæddur í Vestdal í Seyðisfirði eystra, 1. október 1885. Foreldrar hans voru Hallur Óafsson, Hallssonar frá Efri Hömrum í Holtum í Rangárvallasýslu og kona hans Guðrún Kristjana Björnsdóttir Þorleifssonar kaupmanns á Bíldudal.</p> <p>Ólafur fluttist með foreldrum sínum vestur sumarið 1903, en hvarf aftur heim til Íslands 1907 og vann í næstu þrjú ár við verslun Thomsens í Reykjavík. Árið 1908 kvæntist hann Guðrúnu Björnsdóttur Ivarssonar bónda á Vaði í Skriðdal. Sumarið 1910 fluttu þui vestur, og þá um haustið setti hann á stofn verslun í Eiríksdale í Manitoba og hefir rekið hana þar æ síðan. Þau hjón hafa eignast 4 börn, sem öll eru á lífi.</p> <p>Ólafur er að eðlisfari mjög sönghneigður maður, en mun hafa að mestu leyti farið á mis við mentun í þá átt á æskuárum. Hann ann líka, eins og svo margir eldri Íslendingar, lýriskum ljóðum, sem svo á síðari árum hafa runnið saman í huga hans við lög af eigin uppruna. Hann dregur engin dul á það, að hann hafi ekki raddsett lög sín sjálfur. Enda hefir hann fengið til þess lærða tónfræðinga hér vestra og heima á föðurlandinu. Síðastliðið sumar heimsótti hann Ísland eftir fjörutíu ára fjarveru, og varð, eins og hann sjálfur komst að orði, „fyrir mikilli hrifningu“. Lét hann þá ekki aðeins raddsetja sum lög sín, heldur fékk hann og ungan söngmann til að syngja sex þeirra á hljómplötur. Láta þau öll vel í eyrum. – Hér fer á eftir listi yfir lög Ólafs:</p> <ol> <li>Mig hryggir svo margt – Þorst. Erlingsson. Útsett fyrir karlakór og sóló með undirspili.</li> <li>Anda á mig andi guðs – Þýtt. Gísli Jónsson. Helgisöngur tyrir kór, með sóló og dúet.</li> <li>Heyannir – Jónas Kr. Jónasson Sóló með píanó og fjórraddað.</li> <li>It matters not – Það gildir ei – Þýð. Helgi Valtýsson</li> <li>Nótt – Páll S. Pálsson</li> <li>Veit bá engi að eyjan hvíta – Jónas Hallgrímsson.</li> <li>Nótt – Dr. Sv. E. Björnsson.</li> <li>Íslenskt vor – Sv. E. Björnsson.</li> <li>Haust – Sv. E. Björnsson.</li> <li>Að Lögbergi 1950 – Inn á milli Íslands fjalla – Sv. E. Björnsson.</li> </ol> <p>Lögin 4 –10 eru öll fyrir einsöng með píanó undirleik.</p> <p align="right">Nokkur Vestur-Íslensk tónskáld. Gísli Jónsson. Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga. 1. janúar 1950, bls. 81.</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.05.2021