Björn Þorleifsson 21.06.1663-13.06.1710

<p>Björn Þorleifsson Hólabiskup fæddist á Odda á Rangárvöllum. Foreldrar hans voru Þorleifur Jónsson, f. um 1619, d. 1690, prestur í Odda á Rangárvöllum, og k.h. Sigríður Björnsdóttir, f. um 1620, d. 1688, frá Bæ á Rauðasandi.</p> <p>Björn ólst upp í Odda og var tekinn í Skálholtsskóla 1679 og varð stúdent þaðan 1683. Hann fór til Kaupmannahafnar 1684 og varð attestatus í guðfræði vorið 1686.</p> <p>Hann vígðist 1687 aðstoðarprestur föður síns og tók við Odda 1690 eftir lát hans. Hann tók við biskupsstól á Hólum 1697 og hélt til æviloka.</p> <p>Þegar Björn tók við sem biskup á Hólum var eina prentsmiðja landsins í Skálholti. Björn samdi um kaup á prentsmiðju og hófst prentun á Hólum haustið 1703. Um 20 bækur komu út þar í biskupstíð Björns Þorleifssonar. Meðal þeirra var Jónsbók. Björn frumsamdi tvær bækur: Fjórar iðrunarpredikanir og Heitdagspredikanir Hann þýddi bók eftir A. Hjørring: Veganesti guðsbarna</p> <p>Páll Eggert Ólason segir um Björn: „Var vel að sér, hneigður fyrir söng, kom á söng- og reikningskennslu í Hólaskóla, hélt þar fleiri nemendur á fullum styrk en hann var skyldur til. [...] Hann var veitull og gestrisinn og hélt sig mjög að höfðingjahætti, góðviljaður öllum. Mælskur vel og ritfær, en þó með nokkurri fordild, enda talinn tilgerð- arsamur.“</p> <p>Björn biskup var í fyrstu vel efnaður maður, en varð fyrir miklu efna- hagslegu tjóni þegar biskupsbaðstofan á Hólum brann 18. nóvember 1709, þá nýlega uppgerð. Brunnu þar bækur, silfurgripir o.fl.</p> <p>Kona Björns Þorleifssonar (gift 1689) var Þrúður Þorsteinsdóttir, f. 13.12. 1666, d. 19.4. 1738, dóttir Þor- steins Þorleifssonar sýslumanns á Víðivöllum í Blönduhlíð og k.h. El- ínar Þorláksdóttur, dóttur Þorláks Skúlasonar Hólabiskups. Þau Björn og Þrúður voru barnlaus.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 21. júní 2017, bls. 28</p>

Staðir

Oddakirkja Aukaprestur 27.02.1687-1690
Oddakirkja Prestur 1690-1697
Hóladómkirkja Biskup 1697-1710

Aukaprestur , biskup , cand. mag. , prestur og varabiskup
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.06.2017