Sigurgeir Jónsson 25.11.1866-04.11.1954

<blockquote>... Sigurgeir Jónsson var fæddur að Stóruvöllum í Bárðardal og uppalinn þar, á hinu ágæta og rammíslenzka rausnarheimili, og bjó hann að því alla ævi. Hugur hans hneigðist snemma að tónlist og nam hann hljóðfæraleik í Reykjavík 1891-1892, en hafði áður verið á lýðskóla Guðmundar Hjaltasonar, í Laufási, einn vetur. Hann bjó á hluta af Stóruvöllum um 10 ára skeið, flutti hingað til Akureyrar skörnmu eftir aldamótin og bjó hér alla tíð síðan. Heima í Bárðardal örvaði hann mjög sönglíf allt, kenndi hljóðfæraleik og stofnaði söngkór. Var hann söngstjóri á aldamótahátíð Þingeyinga að Liósavatni og fór þá víða orð af hæfileikum hans og kunnáttu. Hér á Akureyri hóf Sigurgeir þegar að kenna hljóðfæraleik og mun nær 700 manns hafa notið kennslu hans á hans löngu starfsævi. Hann varð kirkjuorganisti hér 1911 og gengdi því starfi til ársins 1940. Þá kenndi hann og söng í Barnaskólanum og Gagnfræðaskólanum um skeið. Auk þess leiðbeindi hann söngfélögum, einkum á fyrri árum. Auk þessara starfa kom Sigurgeir mjög við sögu Góðtemplarareglunnar hér, en hann var einlægur bindindismaður alla ævi, og hann var starfandi í Guðspekistúkunni hér frá stofnun hennar, enda mikill trúmaður og hugsjónamaður...</blockquote> <p align="right">Úr minningargrein í Degi 10. nóvember 1954, bls. 5.</p>

Staðir

Akureyrarkirkja Organisti 1910-1940

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 27.04.2016