Ingi T. Lárusson (Ingi Tómas) 26.08.1892-24.03.1946

Ingi T. Lárusson var fæddur á Seyðisfirði 26. ágúst 1892. Á æskuheimili hans var tónlist mjög í hávegum höfð. Faðir hans þótti leika mjög vel á harmóníum og kenndi ýmsum þá list. Fleiri hljóðfæri voru á heimilinu og léku þau öll í höndum Inga, en eiginlega tónlistarmenntun hlaut hann ekki. Hann settist ungur í Verslunarskólann í Reykjavík og lauk þar námi 1913. Eftir það var hann við verslunarstörf á Seyðisfirði og víðar, en lengst var hann símstöðvarstjóri í Neskaupsstað á annan áratug. Enn var hann við störf á ýmsum stöðum og andaðist á Vopnafirði 24. mars 1946. Ingi byrjaði kornungur að semja lög og var um tvítugt þegar "Ó, blessuð vertu, sumarsól" birtist í tímaritinu Óðni. Í "Íslensku söngvasafni", fyrra heftinu sem kom út 1915, eru tvö lög eftir Inga. Vinur hans, Arreboe Clausen, safnaði saman því sem til náðist af lögum hans og gaf út í hefti skömmu eftir andlát tónskáldsins. Mörg þessara laga eiga miklum vinsældum að fagna.

Heimild: Isalog.info

Staðir

Seyðisfjarðarkirkja Organisti -

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Organisti, tónlistarmaður og tónskáld

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.10.2019