Sigurbjörn Sigurðsson 06.10.1892-1972

<p>Sigurbjörn Sigurðsson er fæddur í Árnesi við Winnipegvatn í Manitoba 6. október 1892. Foreldrar hans voru þau Sigurður Sigurbjörnsson frá Núpi í Axarfirði og konu hans Snjólaug Jóhannesdóttir f r á Laxamýri. Voru þeir Jóhann skáld Sigurjónsson og Sigurbjörn þrímenningar. Sigurbjörn er kvæntur Kristbjörgu Hólmfríði Jónsdóttur, systur Jóns J. Vopna og þeirra systkina. Þau hafa eignast sjö börn, sem öll hafa útskrifast frá ýmsum hærri mentastofnunum landsins; eitt þeirra er píanóleikarinn Agnes Helga, sem getið hefir sér frægðarorð, ekki aðeins hér vestra heldur og heima á Islandi og víðar um heim.</p> <p>Sigurbjörn hefir stundað verslun og bókfærslu lengstan hlut ævinnar.</p> <p>Sigurbjörn fékk fyrstu tilsögn í tónlist hjá próf. Stgr. K. Hall og lék um tíma í „West Winnipeg Band“ undir hans stjórn. Hann lærði að leika á knéfiðlu (Cello) hjá Fred Dalman, Issak Mamot og Bruno Schmidt (nú dáinn), sem allir standa framarlega í þeirri list. Hann lærði og söngstjórn og þykir ágætur leiðari söngflokka og hljómsveita; stofnaði hljómsveit í Árborg og stjórnaði henni í nokkur ár, stjórnaði lúðraflokki og kirkjusöng í Riverton í mörg ár, og hátíðasöngflokk Norður-Nýja-Íslands í þrjú ár. Síðan hann flutti til Winnipeg hefir hann stýrt söng í Fyrstu Lút. kirkjunni í tvö ár og karlakór Íslendinga að nokkru leyti í þrjú ár.</p> <p>Sigurbjörn nam raddskipunarfræði og „kontrapunkt“ bréflega hjá merkum hljómfræðingi í Chicago, og hefir samið allmörg frumort sönglög og hljómleika. Hér kemur skrá yfir flest af verkum hans:</p> <p>I. Veraldlegs efnis:</p> <ol> <li>Sofðu unga ástin mín (Jóhann Sigurjónsson). Sóló með píanóund-irleik. <li>Vögguljóð (Til Agnesar, frumort) Sóló og píanó. <li>Vorið góða grænt og hlýtt (Jónas Hallgrímsson) Sóló og píanó. <li>Ó blessuð vertu sumarsól (Páll Ólafsson) Karlaraddir. <li>Þið þekkið fold - (Jónas Hall-grímsson) Blandaðar raddir. <li>Þó þú langförull legðir (St. G. Stephansson) Blandaðar raddir. <li>Fannhvíta móðir (Benedikt Gröndal) Blandaðar raddir. <li>Tunglsljós (cello og píanó). <li>Skin og skuggi (tileinkað Dr. J. P. Pálsson) „Overture“ fyrir hljómsveit. <li>Skrúðganga (March fyrir hljómsveit). </ol> <p>II Helgilög:</p> <ol> <li>Lofgjörð og bæn (úr Davíðssálmum) Blandaðar raddir. <li>Nú dagur þver og nálgast nótt (Stgr. Thorst.) Blandaðar raddir. <li>Þú Ijós og dagur drottinn ert (V. Briem) Blandaðar raddir. <li>Láttu guðs hönd þig leiða hér (Hallgr. Pétursson) Blandaðar raddir. <li>Vertu guð faðir, faðir minn (Hallgr. Pétursson) Blandaðar raddir. <li>Víst ertu Jesús kóngur klár (Hallgr. Pét.) Sóló með píanóundirspili. <li>Barnabæn (Hallgr. Pétursson) Sóló og píanó undirspil. </ol> <p>Ennfremur hefir Sigurbjörn útsett allmikið af íslenskum lögum í ýmiskonar raddskipun til söngs og hljóðfærasláttar fyrir beiðni eða til eigin þarfa.</p> <p align="right">Nokkur Vestur-Íslensk tónskáld.</a> Gísli Jónsson. Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga. 1. janúar 1950, bls. 84.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.10.2014