Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir 28.07.1979-

Birgitta ólst hún upp á Húsavík til átján ára aldurs, ásamt foreldrum sínum og tveimur systkinum. Hún sýndi ung hvert hugurinn stefndi og fjölskyldan man hana unga að aldri hoppandi í rúminu sínu með klósettrúllu sem míkrafón.

Nokkrum árum síðar var hún farin að syngja á jólaböllum og barnaskemmtunum á Húsavík og nágrenni, eftir það tók Söngkeppni framhaldsskólanna við þar sem hún tók þátt fyrir hönd Framhaldsskólans á Laugum og stóð hin unga Húsvíkurmær sig með prýði að sögn þeirra sem heyrðu. Eftir það lá leiðin á Broadway þar sem hún tók þátt í hinni frægu Abba sýningu sem sló í gegn í tæp þrjú ár og segir sagan að þangað hafi ýmsir spámenn lagt leið sína til að heyra þessa 16 ára gömlu stúlku fara á kostum. Segja má að hér sé komið að þeim tímamótum þar sem leiðir Írafár og Birgittu lágu saman.

Tónlist.is [desember 2013] – Bárður Örn Bárðarson.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Írafár Söngkona 1998

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.06.2016