Einar Hólm Ólafsson 10.12.1945-

Einar lék á trommur í danshljómsveitum frá 17 ára aldri og um 30 ára skeið. Hann lék m.a. með hjómsveitunum Pónik, Ernir, Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Næturgölum og Stuðlatríóinu: „Faðir minn hafði leikið á trommur í danshljómsveitum, m.a. með Bjarna Böðvarssyni og Braga Hlíðberg. Ég spilaði mikið í Glaumbæ og á Röðli en á þessum árum var spilað sex kvöld í viku. Einu fríkvöldin voru miðvikudagskvöldin þegar ekki mátti selja áfengi á veitingastöðum. En þá var stundum leikið í Offiseraklúbbnum á Keflavíkurflugvelli. Tónlistarstefnur komu og fóru og við lékum þetta allt. rokk, twist og bítlatónlist. Loks má svo geta þess að Ólafur, sonur minn, hefur leikið á trommur með Ný dönsk, Todmobil og Dúndurfréttum. Þetta eru því þrjár kynslóðir af trommurum í beinan karllegg.“

Einar sat í stjórn FÍH, Félags íslenskra hljómlistarmanna, Félags íslenskra sérkennara, FaMos, félags aldraðra í Mosfellsbæ og hefur setið í skólanefnd, fræðslunefnd og félagsmálanefnd Mosfellshrepps og síðar Mosfellsbæjar...

Úr Morgunblaðsumfjöllun um Einar Hólm 70 ára 10. desember 2015, bls. 26-27

Staðir

Austurbæjarskóli Nemandi -
Gagnfræðaskólinn við Lindargötu Nemandi -
Vörðuskóli Nemandi -
Kennaraskóli Íslands Nemandi -1969
Öskjuhlíðarskóli Kennari 1979-1986
Öskjuhlíðarskóli Skólastjóri 1986-2005

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar Söngvari og Trommuleikari 1969 1972

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Kennari, nemandi, skólastjóri, söngvari og trommuleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.12.2015