Ólafur L. Kristjánsson (Ólafur Lúter Kristjánsson) 28.11.1927-08.09.2006

<p>Þegar Ólafur var sex mánaða að aldri fluttist fjölskyldan frá Brekku á Álftanesi að Efra-Seli í Hrunamannahreppi. Hann lék á harmoniku og trompet í danshljómsveitum á yngri árum. Ólafur nam bólstrun hjá Gunnari Kristmannssyni árin 1941-1945 og starfaði síðan sjálfstætt við bólstrun til ársins 1965. Hann lauk tónlistarnámi í Tónlistaskóla Reykjavíkur samhliða vinnu hjá gatnamálastjóra. Hann stjórnaði Lúðrasveit verkalýðsins 1966-1979 og var heiðursfélagi sveitarinnar. Ólafur stofnaði skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts 1968 og var kennari hennar og stjórnandi til 1997.</p > <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 19. september 2006, bls. 34.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit verkalýðsins Stjórnandi 1964 1977

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.02.2015