Sigrún Dagsdóttir 10.06.1909-04.03.1929
<p>Sigrún fór til Reykjavíkur til að læra á orgel hjá Páli Ísólfssyni eftir að hafa leikið á orgel í Gaulverjabæjarkirkju í tvö ár. Hún lenti í hrakningum á leiðinni, en er hún kom í hús í Reykjavík, var hún háttuð niður í rúm hjá berklasjúklingi. Hún lést þremur mánuðum síðar.</p>
<p align="right">Skrásett eftir Degi Dagssyni á Selfossi bróður Sigrúnar. Bjarki Sveinbjörnsson.</p>
Staðir
Gaulverjabæjarkirkja | Organisti | 1926-1928 |
Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014