Öystein Magnús Gjerde 04.10.1991-

<p>Øystein Magnús fæddist í Reykjavík en ólst upp á Stöðvarfirði og í Fellabæ. Hann byrjaði að spila á píanó og blokkflautu sex ára gamall og lauk 5. stigi á píanó og 3. stigi á flautuna. Fjórtán ára gamall byrjaði hann síðan að spila á gítar í Tónlistarskólanum í Fellabæ og flutti til Noregs árið 2010 til þess að læra áfram á klassíska gítarinn. Þar var hann eitt ár í tónlistarlýðháskólanum Toneheim og eftir það fór hann í Griegakademíuna í Bergen. Vorið 2015 lauk hann þar fjögurra ára háskólanámi á klassískan gítar með BA gráðu. Í Bergen lærði hann klassískan söng sem aukahljóðfæri og stefnir að því að ljúka framhaldsprófi í söng.</p> <p>Øystein byrjaði 17 ára að kenna sem stundakennari í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum og í Bergen kenndi hann svo öll fjögur árin sem hann var þar. Sumarið 2015 flutti hann aftur til Íslands og hóf störf sem tónlistarkennari í Fellabæ og á Egilsstöðum þar sem hann starfar í dag.</p> <p>Øystein hefur alltaf tekið virkan þátt í tónlistarlífinu í kringum sig. Í menntaskóla fékk hann viðurkenningu fyrir virkan þátt í tónlistarlífinu þar. Hann hefur sungið í mörgum kórum, m.a. Kammerkór Egilsstaðakirkju, séð um tónlist í leikritum og komið fram á ýmsum viðburðum sem gítarleikari og söngvari. Frá 2013-2015 spilaði hann í gítarkvartett sem fór í tónleikaferðalag um Vestur Noreg og Ísland. Øystein er í sambúð með Silju Dögg Stefánsdóttur og eiga þau saman einn son.</p> <p align="right">Af vef Tónlistarskólans á Egilsstöðum (skoðað 19. ágúst 2020)</p>

Staðir

Griek tónlistarháskólinn í Bergen 2011-2015

Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari , píanóleikari og söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.08.2020