Guðmundur Hallvarðsson (Guðmundur Jóhann Hallvarðsson) 26.01.1947-11.03. 2014

<blockquote>... Guðmundur ólst upp í Hafnarfirði til níu ára aldurs er fjölskyldan fluttist í Kópavoginn. Eftir nám í barna- og gagnfræðaskóla stundaði Guðmundur nám við Iðnskólann í Reykjavík. Hann vann lengi vel í byggingavinnu, aðallega við járnabindingar, síðan nokkur ár í Áburðarverksmiðju ríkisins. Ungur að árum hóf Guðmundur nám í gítarleik. Hann fór snemma að spila í bílskúrsböndum og við ýmis tækifæri. Jafnframt vinnu og tónlist var hann virkur í stjórnmálum og starfaði í Fylkingunni á þeim umbrotaárum sem oft eru tengd við 68-kynslóðina. Á þeim árum var líklegra en ekki að hitta Guðmund þar sem mótmæli fóru fram gegn kúgun og heimsvaldastefnu. Einnig starfaði hann lengi að kjaramálum í stéttarfélagi sínu, Dagsbrún.</p> <p>Haustið 1985 hóf hann nám við Kennaradeild Tónlistarskóla Sigursveins og lauk því 1992. Hann vann síðan alla sína tíð við tónlistarkennslu þar til hann varð að hætta vegna veikinda. Hann hóf starf við Tónlistarskólann í Sandgerði 1988 og stuttu seinna byrjaði hann að kenna við Tónlistarskólann í Grafarvogi, þessir tveir skólar urðu starfsvettvangur hans þar til yfir lauk. Guðmundur stundaði líka einkakennslu, hann var vinsæll og snjall tónlistarkennari og hafði samband við nemendur sína alla tíð ...</blockquote > <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 21. mars 2014, bls. 72.</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarkennari og gítarleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.03.2014