Þorsteinn Jónsson 1621-1699

Prestur. Lærði í Hólaskóla. Varð heyrari þar 1640, síðan hélt hann skóla að Munkaþverá í nokkur ár enda vel að sér og góður kennari. Vígðist aðstoðarprestur föður síns á Svalbarði 1650 og fékk embættið 1651. Fékk Eiða 1671 og hélt til æviloka. Fluttist að Gilsárteigi 1682. Var merkisprestur og skáldmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 213.

Staðir

Eiðakirkja Prestur 1671-1699
Svalbarðskirkja Aukaprestur 1650-1651
Skeggjastaðakirkja Prestur -1650
Sauðaneskirkja Prestur -1650
Svalbarðskirkja Prestur 1651-1671

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 1.11.2017