Jón Magnússon 1700-1779

Prestur fæddur um 1700. Lærði í Skálholtsskóla. Vígðist 28. apríl 1726 aðstoðarprestur að Setbergi og fékk prestakallið um haustið. Minnstu munaði að hann væri dæmdur frá prestakallinu 1735 vegna niðurníðslu kirkjunnar enda var prestur mjög fátækur og varð loks að sleppa prestakallinu þess vegna. Fékk Selvogsþing 1753 en var við að missa það prestakall vegna hneykslanlegs framferðis við gusþjónustu en bar við sjúkleika en ekki ölvun og slapp með skrekkinn. Lét af prestskap 1777. Var talinn vanrækslusamur enda oftast heilsulinur, fær og lélegan vitnisburð hjá Harboe.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 220-21.

Staðir

Setbergskirkja Aukaprestur 28.04.1726-1726
Setbergskirkja Prestur 1726-1746
Strandarkirkja Prestur 1753-1777

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 20.03.2015