Sigurður Laufdal (Siggi Lauf) 15.08.1988-

Siggi Lauf hefur látið á sér kræla í íslensku tónlistarlífi um árabil. Hann er hvað þekktastur fyrir lag sitt „Í frelsarans nafni“ sem gefið var út á smáskífu árið 2006 og olli talsverðum usla. Í kjölfarið tók hann þátt í sjónvarpsþættinum ,,Bandið hans Bubba" og gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2010 en hún ber nafnið „Barn síns tíma“.

Undanfarin ár hefur Siggi Lauf verið að senda frá sér lög og prófað sig áfram með nýjan hljóðheim með aðstoð góðra manna en þar ber helst að nefna Jakob Jakobsson sem þenur harmónikku ásamt bræðrum Sigga, Samúel sem sér um Beatbox og Aðalsteini sem syngur bakraddir. Upptökustjórinn er Dóri, kenndur við hljómsveitina „Legend“ en hann hann skreytir einnig lagið með raftrommum og hljómborðum.


Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari, lagahöfundur og söngvari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.07.2015