Markús Eyjólfsson 28.10.1748-12.01.1830

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1771 með geysimiklu lofi. Missti rétt til prestsskapar 1773 vegna of bráðrar barneignar með konu sinni en fékk uppreisn 1774. Vígðist 17. nóvember 1776 aðstoðarprestur að Hvammi í Dölum, fékk Dýrafjarðarþing 7. ágúst 1783, fékk Sanda 9. júlí 1796 og lét þar af störfum 1817 enda alblindur fyrir 7 árum. Hann var gáfumaður, kennimaður í betra lagi, dagfarsgóður. Skrifaði upp mörg handrit.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 469.

Staðir

Hvammskirkja í Dölum Aukaprestur 12.11.1776-07.08.1783
Mýrakirkja Prestur 07.08.1783-09.07.1796
Sandakirkja Prestur 09.07.1796-1817

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 16.04.2015