Markús Eyjólfsson 28.10.1748-12.01.1830

<p>Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1771 með geysimiklu lofi. Missti rétt til prestsskapar 1773 vegna of bráðrar barneignar með konu sinni en fékk uppreisn 1774. Vígðist 17. nóvember 1776 aðstoðarprestur að Hvammi í Dölum, fékk Dýrafjarðarþing 7. ágúst 1783, fékk Sanda 9. júlí 1796 og lét þar af störfum 1817 enda alblindur fyrir 7 árum. Hann var gáfumaður, kennimaður í betra lagi, dagfarsgóður. Skrifaði upp mörg handrit.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 469. </p>

Staðir

Hvammskirkja í Dölum Aukaprestur 12.11.1776-07.08.1783
Mýrakirkja Prestur 07.08.1783-09.07.1796
Sandakirkja Prestur 09.07.1796-1817

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 16.04.2015