Magnús Pálsson 02.08.1892-17.07.1970

<p>Magnús Pálsson fæddist að Hvalsnesi 2. ágúst 1892 og ól þar allan aldur sinn, en bann andaðist 17. júlí s.l.</p> <p>Hann átti ekki kost á skólagöngu umfram það, sem nægði til fermingar og byrjaði barnungur að stunda sjó. Snemma bar á, hversu laginn hann var við alls konar smíðar og varð hann ungur víðkunnur og eftirsótlur bátasmiður. Á efri árum gerði hann líkön af gömlum, þekktum þilskipum og bátum, og má sjá m. a. 2 slík í Þjóðminjasafninu, sem bera vitni ágætum hagleik hans og óvenju næmu smiðsauga.</p> <p>Ungur söng hann við messur í Hvalsneskirkju, en kom ekki að öðru leyti í snertingu við tónlistina fyrr en árið 1918, er hann að beiðni prestsins þar, sr. Fr. Rafnars, tók að sér að nema orgelspil (hjá Þorláki organista í Akurhúsum, Garði) en fyrirsjáanlegt var, að kirkjan yrði organistalaus innan tíðar. Orgelnám 'hans varð ekki lengra en nokkrir mánuðir og tók hann við starfinu ári seinna, 1919, og gegndi því síðan samfellt í 43 ár, unz heilsan bilaði.</p> <p>Með náminu vaknaði brennandi ábugi bans á tónlistinni og hæfileikar hans í þá átt tóku brátt að segja til sín. Með sjálfsnámi gerðist hann brátt góður organleikari og einkar laginn söngstjóri. Túlkun hans á viðfangsefnum bar vitni um góðan smekk og hlýtt hjartalag. Margvíslegur sómi, sem honum var sýndur á tímamótum, bendir til hversu farsæll og vinsæll hann var í starfi.</p> <p>Milli 20 og 30 sönglög samdi Magnús um dagana, flest í ákveðnu tilefni, og voru þau ýmist flutt af kirkjukór eða karlakór, eftir því sem á stóð. Sjálfur raddsetti bann lög sín og fórst það vel úr hendi, því að eðlisgreindin var mikil. – Kirkjukór Hvalsneskirkju hyggst innan skamms gefa út þessi lög Magnúsar.</p> <p>Magnús var meðalmaður á hæð, þéttvaxinn, kraftalegur enda jötunefldur, hýrlegur, svipmildur, kvikur í hreyfingum, kýminn, þó prúður og grandvar. Last eða ljót orð heyrðust aldrei af hans vörum. Hann giftist ekki, en bjó með systur sinni og mági á Hvalnesi, sá kirkjunni og Sandgerðingum fyrir söng, sótti sjó, smíðaði skip, hvað rímur við raust, söng vögguljóð við litlu systurdæturnar. Hann hafði hljómmikla fagra bassarödd sem hann beitti af smekkvísi.</p> <p>Magnús var sérkennilegur og eftirminnilegur.</p> <p align="right">Páll Kr. Pálsson. <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5285534">Organistablaðið. 1. nóvember 1970, bls. 26.</a></p>

Staðir

Hvalsneskirkja Organisti 1919-1962

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014